Tvær í tökur – Deadpool 2 og Pacific Rim: Maelstrom

Tökur á framhaldi ofurhetjusmellsins Deadpool, Deadpool 2, hefjast senn. Talið var að tökur myndarinnar myndu frestast um óákveðinn tíma þegar fréttist að leikstjóri fyrri myndarinnar, Tim Miller, hafi ákveðið að hætta við að leikstýra framhaldinu, eins og við sögðum frá nýlega.  Það virðist ekki ætla að verða raunin.

deadpool

Samkvæmt vefsíðunni What´s Filming?, sem birtir lista yfir þær kvikmyndir sem teknar verða upp í Vancouver í Kanada á næstunni, þá er Deadpool 2 skráð þar í tökum í febrúar nk.  Það má því leiða getum að því að framleiðendur ætli ekki að láta það að vera leikstjóralausir,  stoppa sig.

Tim Miller hætti við Deadpool 2 sökum listræns ágreinings við Ryan Reynolds, aðalstjörnu myndarinnar, samkvæmt heimildum. Síðar kom í ljós að nokkuð af þessum ágreiningi mætti rekja til ráðningar leikara í hlutverk hins stökkbreytta Cable. Miller hafi viljað fá Bloodline leikarann Kyle Chandler í hlutverkið, en Reynolds hafi haft aðrar hugmyndir. Orðrómur var m.a. um Liam Neeson í hlutverkinu, en allt er enn á huldu um hver tekur að sér hlutverk Cable.

Deadpool er án efa stærsti smellur ársins 2016 hagnaðarlega séð. Myndin kostaði 58 milljónir Bandaríkjadala, en tekjur af sýningum hennar um allan heim nema margfaldri þeirri upphæð, eða um 782 milljónum dala.

Von er á framhaldsmyndinni í bíó árið 2018.

Risaskrímsli úr geimnum

Tökur á geimskrímslamyndinni Pacific Rim 2 eru nú hafnar, en myndin heitir núna Pacific Rim: Maelstrom.

Tilkynning þessa efnis var birt á samfélagsmiðlum í gær, af bæði leikstjóranum Steven DeKnight og aðalleikaranum, John Boyega.

First day on Pacific Rim today. Here’s to a great adventure ahead ✌🏿

A photo posted by BOYEGA (@jboyega_) on


Myndin kemur í bíó 23. febrúar 2018, sem þýðir að hún er frumsýnd í kjölfar frumsýningar Marvel ofurhetjumyndarinnar Black Panther, sem er viku fyrr.

Jason Statham mun einnig berjast við risahákarla í myndinni Meg í vikunni þar á undan.

Pacific Rim þénaði meira en 400 milljónir dala í bíó um allan heim sumarið 2013.