Nornir og Galdrakarl í Oz – Nýjar myndir

Walt Disney hefur birt nokkrar nýjar myndir úr myndinni Oz the Great and Powerful, sem er forsaga hinnar sígildu Wizard of Oz, eða Galdrakarlinum frá Oz, en síðast birtum við hér á síðunni myndir úr myndinni í júlí sl.

Fyrsta myndin hér að neðan er af norninni Glindu, sem leikin er af Michelle Williams. Þar fyrir neðan eru þær Mila Kunis og Rachel Weisz í hlutverkum sínum sem nornirnar Theodora og Evanora. 

Þar fyrir neðan er aðalpersónan, sjálfur Galdrakarlinn í Oz, Oscar Diggs, leikinn af James Franco. 

Myndin er fjallar um uppruna Galdrakarlsins í Oz og er forsaga hinnar sígildu sögu um Galdrakarlinn í Oz.
Þegar Oscar Diggs, sem er lítt þekktur sirkus töframaður með annarlegt siðgæði, er feykt á brott frá Kansas og til landsins Oz, þá heldur hann að hann hafi dottið í lukkupottinn, og hans bíði nú frægð og frami, eða þar til hann hittir þrjár nornir, Theodora, Evanora og Glinda, sem eru ekki vissar um að hann sé sá mikli töframaður sem allir hafa verið að bíða eftir.
Oscar dregst nú óviljandi inn í gríðarleg vandamál sem steðja að Oz og íbúum þess, og Oscar þarf að finna út úr því hver er góður og hver er illur, áður en það verður um seinan.
Hann þróast út í að verða hinn mikli Töframaður í Oz, en breytist einnig um leið í betri manneskju

Leikstjóri myndarinnar er Sam Raimi. Myndin kemur í bíó í mars á næsta ári.