Stikla úr Cars 2 rennur í hlað

Framhaldið af Pixar-myndinni Cars nálgast óðfluga, enda var fyrri myndin gríðarlega vinsæl þegar hún kom út árið 2006. Ný stikla, eða trailer, úr Cars 2 hefur lent á netinu, nánar tiltekið JoBlo.com og það virðist vera sama fjörið á glæsiköggunum úr fyrri myndinni. Leikararnir sem ljáðu bílunum raddir sínar snúa hér aftur, þau Owen Wilson, Larry the Cable Guy og Bonnie Hunt og fleiri.

Í Cars 2 heimsækjum við heiminn þar sem bílar geta talað og gert flest annað sjálfir og hvergi er merki um mannfólk. Félagarnir Lightning McQueen og Mater halda til Evrópu þar sem þeir ætla að taka þátt í fyrsta heimsmeistaramótinu í kappakstri, en lenda brátt í vandræðum sem þeir bjuggust engan veginn við. Jonn Lasseter snýr aftur í leikstjórastólinn, en búist er við að myndin komi út í sumar 2011.

-Bjarki Dagur