Sjáðu fyrstu Predator stikluna

Fyrsta stiklan fyrir nýju Predator kvikmyndina, í leikstjórn Iron Man 3 leikstjórans Shane Black, er komin út.

Black er jafnframt handritshöfundur. Það er gaman að segja frá því að Black lék hlutverk Hawkings í upprunalegu Predator kvikmyndinni frá árinu 1987, þar sem enginn annar en Arnold Schwarzenegger fór með aðalhlutverk.

Eins og sést glögglega í byrjun stiklunnar, þá fjallar myndin um geimveruinnrás, og tilraunir málaliðans Quinn McKenna, sem Boyd Holbrook leikur, til að stöðva óvættinn.

Son hans Rory leikur Room leikarinn Jacob Tremblay.

Eins og sést stuttlega í stiklunni, þá er skrímslið ekkert lamb að leika sér við, og sérstaklega ófrýnilegt í þokkabót.

Nýja Predator kemur í bíó á Íslandi 14. september nk.

Kíktu á nýju stikluna hér fyrir neðan og stiklu úr gömlu myndinni þar fyrir neðan: