Hve margar konur hafa unnið Óskar fyrir leikstjórn?

Í kvöld verður mikið um dýrðir í Los Angeles í Bandaríkjunum þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn. Verðlaunaathöfnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Útsending hefst kl. 12 á miðnætti, en þá verður fylgst með Hollywood stjörnunum að ganga inn rauða dregilinn. Í kjölfarið verður svo sýnt frá athöfninni sjálfri og hefst sú útsending kl. 01.30 eftir miðnætti.

Kvikmyndatímaritið Empire birtir á vefsíðu sinni sérstaka yfirlitsmynd með athyglisverðum staðreyndum um Óskarsverðlaunin, en tímaritið heldur einnig úti sérstakri Óskars síðu, sem sjá má með því að smella hér.

Á einni myndinni má meðal annars sjá hve margir karlar og hve margar konur hafa unnið Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn.

Ef þú smellir hér má sjá enn meira af skemmtilegum myndum sem fjalla um Óskarsverðlaunin frá öllum mögulegum hliðum.

Hér að neðan er myndin góða frá Empire: