Smith gæti fengið hæfileika

Kvikmyndastjarnan Will Smith, sem hefur ekki látið mikið fyrir sér fara að undanförnu, en leikur aukahlutverk í nýrri mynd, Winter´s Tale, gæti verið á leiðinni í vísindatryllinn Brilliance.

smith

Heimurinn í Brilliance, sem gerð er eftir sögu Marcus Sakey sem tilnefnd var til Edgar verðlaunanna í fyrra, er þannig samansettur að 1% mannkyns eru fædd með einstaka hæfileika, bæði hvað hug og líkama varðar, svo sem að geta lesið hugsanir fólks og gert sig ósýnileg. Þetta fólk er kallað Brilliants af almenningi.

Ef Smith tekur hlutverkið að sér myndi hann leika Nick Cooper, alríkislögreglumann sem hefur sjálfur yfir hæfileikum að ráða sem auðvelda honum að ná hryðjuverkamönnum. Í nýjasta málinu á hann í höggi við mann sem líklega er hættulegasti maður í heimi, og Cooper þarf að snúa baki við öllu, til að ráða niðurlögum þessa manns.

Von er á tveimur öðrum bókum í þessari seríu frá Sakey, og er von á næstu bók síðar á þessu ári.

Þó að Will Smith hafi verið að gera það misgott í bíómyndunum að undanförnu er hann jafnan í góðu stuði við ýmis önnur tækifæri, eins og sjá má í meðfylgjandi atriði úr The Tonight Show með Jimmy Fallon: