Orðin leið á sjávarplássinu – Plakat

Nýtt plakat er komið fyrir íslensku myndina One Scene, en það var birt á Facebook síðu myndarinnar nú í vikunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Katrín Líney Jónsdóttir og Gerrit Marks, sem jafnframt leikstýrir.

Myndin fjallar um konu sem orðin er leið á lífinu í sjávarplássinu þar sem hún hefur búið allt sitt líf, eða eins og segir á plakatinu: „When the sheep and the fish aren´t enaugh… it´s time for a new plan, a new scene.“

Myndin er tekin að mestu á Súðavík og Ísafirði, samkvæmt Facebook síðu myndarinnar.

Á vef Bæjarins Besta á Ísafirði segir að myndin gerist að öllu leyti á Vestfjörðum, og leikarar eru allir íslenskir og af Vestfjörðum, fyrir utan Gerrit. Fjölnir Baldursson sá um að klippa myndina og tónlistin var í höndum Skunda litla

Um er að ræða fyrstu mynd Gerrits í fullri lengd, en hann hefur áður gert stuttmyndir og minni verkefni.  Í samtalinu á Bæjarins besta segir Gerrit að myndin sverji sig í ætt við aðrar kvikmyndir sem gerðar séu með litlu fjármagni, og sé bæði listræn og framúrstefnuleg.

Stefnt er að frumsýningu á Ísafirði í desember nk.