Thurman sýnir börnunum „hór-rúmið“

Þriðja sýnishornið hefur verið birt úr nýjustu mynd danska leikstjórans og ólíkindatólsins Lars von Trier, Nymphomaniac ( ísl. þýðing: sjúklega vergjörn kona ), á heimasíðu myndarinnar, en upphitun fyrir frumsýningu myndarinnar hefur staðið um þónokkra hríð, og kallar von Trier sýnishornin „lystauka“.

nymphomaniac_uma-620x340

Í fyrsta sýnishorninu var atriði í lest, í því öðru var Shia LaBeouf í aðalhlutverki, en nú er komið að Uma Thurman að sýna börnum sínum „hór-rúm“.

Eftir að hún kemur að Joe ungri  ( eldri útgáfan er leikin af Charlotte Gainsbourg ) í rúminu með eiginmanni sínum, þá sýnir hún börnunum staðinn þar sem allt „fjörið“ átti sér stað.

Í lýsingu á atriðinu segir: „það er ekki alltaf auðvelt að halda utan um stóran hóp elskenda, og Joe finnur fljótt fyrir því á eigin skinni hvernig það er að vera sjúklega vergjörn. Þegar allt kemur til alls, þá er ekki hægt að gera eggjaköku án þess að brjóta nokkur egg.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Aðrir leikarar eru m.a. Stellan Skarsgård, Jamie Bell, Stacy Martin, Christian Slater, Willem Dafoe, Connie Nielsen, Udo Kier og Jean-Marc Barr. 

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Miðaldra kynlífssjúklingur segir eldri piparsveini alla kynlífssögu sína, eftir að hann finnur hana barða og illa á sig komna í húsasundi. Slater leikur föður Joe, sem hún sér einungis í endurliti aftur í tímann. myndin er villt og ljóðræn saga af erótískri vegferð konu, frá fæðingu og þar til hún er orðin 50 ára gömul. Konan, Joe, sem hefur sjálf greint sig sem sjúklega vergjarna, segir sögu sína í myndinni. Á köldu vetrarkvöldi þá kemur gamall og heillandi piparsveinn, Seligman, sem leikinn er af Skarsgård, að Joe þar sem hún liggur slösuð í húsasundi eftir að hafa verið barin til óbóta. Hann fer með hana heim í íbúð sína þar sem hann hjúkrar henni á meðan hann spyr hana út í líf hennar. Hann hlustar með athygli á það þegar hún fer yfir 8 mismunandi kafla í lífi sínu, sem er margskipt og þar sem margt fólk kemur við sögu.

Myndin er væntanleg í bíó í kringum næstu áramót.

 

 

Thurman sýnir börnunum "hór-rúmið"

Þriðja sýnishornið hefur verið birt úr nýjustu mynd danska leikstjórans og ólíkindatólsins Lars von Trier, Nymphomaniac ( ísl. þýðing: sjúklega vergjörn kona ), á heimasíðu myndarinnar, en upphitun fyrir frumsýningu myndarinnar hefur staðið um þónokkra hríð, og kallar von Trier sýnishornin „lystauka“.

nymphomaniac_uma-620x340

Í fyrsta sýnishorninu var atriði í lest, í því öðru var Shia LaBeouf í aðalhlutverki, en nú er komið að Uma Thurman að sýna börnum sínum „hór-rúm“.

Eftir að hún kemur að Joe ungri  ( eldri útgáfan er leikin af Charlotte Gainsbourg ) í rúminu með eiginmanni sínum, þá sýnir hún börnunum staðinn þar sem allt „fjörið“ átti sér stað.

Í lýsingu á atriðinu segir: „það er ekki alltaf auðvelt að halda utan um stóran hóp elskenda, og Joe finnur fljótt fyrir því á eigin skinni hvernig það er að vera sjúklega vergjörn. Þegar allt kemur til alls, þá er ekki hægt að gera eggjaköku án þess að brjóta nokkur egg.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Aðrir leikarar eru m.a. Stellan Skarsgård, Jamie Bell, Stacy Martin, Christian Slater, Willem Dafoe, Connie Nielsen, Udo Kier og Jean-Marc Barr. 

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Miðaldra kynlífssjúklingur segir eldri piparsveini alla kynlífssögu sína, eftir að hann finnur hana barða og illa á sig komna í húsasundi. Slater leikur föður Joe, sem hún sér einungis í endurliti aftur í tímann. myndin er villt og ljóðræn saga af erótískri vegferð konu, frá fæðingu og þar til hún er orðin 50 ára gömul. Konan, Joe, sem hefur sjálf greint sig sem sjúklega vergjarna, segir sögu sína í myndinni. Á köldu vetrarkvöldi þá kemur gamall og heillandi piparsveinn, Seligman, sem leikinn er af Skarsgård, að Joe þar sem hún liggur slösuð í húsasundi eftir að hafa verið barin til óbóta. Hann fer með hana heim í íbúð sína þar sem hann hjúkrar henni á meðan hann spyr hana út í líf hennar. Hann hlustar með athygli á það þegar hún fer yfir 8 mismunandi kafla í lífi sínu, sem er margskipt og þar sem margt fólk kemur við sögu.

Myndin er væntanleg í bíó í kringum næstu áramót.