Vitnaði í Cantona og gekk út

o-SHIA-LABEOUF-570Leikarinn Shia Labeouf gekk út af blaðamannafundi í Berlín vegna kvikmyndarinnar Nymphomanic í dag.

LaBeouf hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var meðal annars sakaður um höfundarréttarbrot fyrir leikverk sem hann gerði. Leikarinn hefur einnig verið duglegur að vitna í fræga fólkið á Twitter-síðunni sinni og einnig sagt að hann sé komin með nóg af sviðsljósinu.

Það var ekki sjón að sjá LaBeouf á blaðamannafundinum í Berlín. Leikarinn var allur skrámaður í framan, með skítuga derhúfu og vantaði eina tönn. Einungis voru liðnar 10 mínútur þegar hann gekk út úr salnum þegar hann var spurður út í kynlífsatriði í myndinni. LaBeouf svaraði með því að vitna í engan annan en knattspyrnugoðið Eric Cantona, sem spilaði fyrir liðið Manchester United um árabil.

LaBeouf tók sinn tíma með tilvitnunina frægu: „Mávarnir elta togarann því þeir halda að sardínum verði hent út í sjóinn,“ og þakkaði fyrir sig og gekk síðan út.

Restin af fólkinu bakvið kvikmyndina, þar á meðal Christian Slater, Stellan Skarsgaard og Stacy Martin hlógu og horfðu á eftir honum undrandi. LaBeouf hélt svo áfram að hneyksla og mætti á rauða dregilinn með poka yfir hausnum sem á stóð „Ég er ekki frægur lengur“.