Nornin – hrollvekjandi fyrsta stikla!

Hrollvekjan The Witch, eða Nornin í lauslegri íslenskri þýðingu, fékk feiknagóðar viðtökur á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar sl. og Robert Eggers var valinn besti leikstjórinn.

witch

Það styttist í að myndin komist í almennar sýningar, en þangað til er hægt að orna sér við eina mest hrollvekjandi stiklu ársins!

Eins og stendur á plakatinu hér fyrir neðan þá er myndin kölluð „New England Folktale“ eða Þjóðsaga frá New England, og fjallar um upplausn fjölskyldu í New England árið 1630 eða þar um bil, þegar ill öfl taka sér bólfestu í fólki.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Hin strangtrúuðu hjón William og Katherine flytja ásamt fimm börnum sínum í afskekktar eyðibyggðir í von um að geta búið sér þar til gott líf. En fljótlega fara undarlegir hlutir að gerast, sérstaklega í kringum ljóshærða unglingsdóttur þeirra.

The Witch verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í næsta mánuði, en von er á myndinni í bíó á næsta ári.

the-witch-poster