Fékk Nicholas Cage á náttborðið

Þjónustulundinni á hóteli í Texas, Hotel Indigo: San Antonio-Riverwalk, virðast engin takmörk sett, en hótelið brást vel við ósk gests, sem bað um mynd af kvikmyndaleikaranum Nicholas Cage úr myndinni Con Air á náttborðið.

cage

 

Gesturinn, Sarah Kovacs Grzywacz, fékk skilaboð sem hún taldi hafa verið sjálfvirk, þar sem spurt var hvort að henni vantaði eitthvað sérstakt á meðan á dvölinni stæði. Grzywacz, sem var í bænum vegna ráðstefnu, ákvað að snúa þessu upp í smá grín.

Fyrst bað hún um ofangreinda mynd, og fékk til baka skilaboðin, „Við aðstoðum þig með ánægju.“

Hún taldi þau skilaboð vera bara sjálfvirk, og hélt áfram sínum störfum. En þegar hún kom á hótelið kl. 18 þá var myndin komin á borðið með áletruninni: „Sweet Dreams! Enjoy“ eða Góða nótt! Njóttu.

Hún hafði svo gaman að þessari þjónustu að hún hélt áfram og bað um myndir af leikaranum úr Moonstruck og 8MM, að þær yrðu festar á spegilinn og sjónvarpið. Þegar fyrri myndin barst ekki á tilætluðum tíma þá lýst Grzywacz yfir vonbrigðum, en þá sendi starfsfólkið afsökunarbeiðni með myndinni, og miða sem á stóð: „Sorry I´m late – Nick“.  eða Afsakaðu hvað ég var seinn – Nick.

Myndunum var síðan hlaðið á netið og hafa farið þar sem eldur í sinu.

Það þarf kannski ekki að taka fram að hún gaf hótelinu 5 stjörnur af 5 í einkunn fyrir þjónustulund, samkvæmt The Independent.