Blomkamp leikstýrir nýrri Alien-mynd

blomSuður-afríski leikstjórinn Neill Blomkamp mun leikstýra nýrri mynd byggða á Alien-myndunum. Ridley Scott mun framleiða myndina sem á að gerast á eftir atburðunum í framhaldsmyndinni Prometheus 2. Scott, sem á heiðurinn af fyrstu Alien-myndinni og einnig Prometheus mun framleiða myndina hans Blomkamp.

Blomkamp hefur gert það gott með myndunum Discrict 9 og Elysium. Nýjasta myndin hans, Chappie, verður frumsýnd 6. mars næstkomandi. Myndin segir frá vélmenni sem rænt er af tveimur glæpamönnum og elst upp hjá stórfurðulegri fjölskyldu, en vélmennið, sem er piltur, er gætt einhvers konar náðargáfu.

Blomkamp hef­ur deilt áhuga sínum að gerð nýrr­ar Alien-mynd­ar síðustu mánuði. Teikningar og hugmyndir að nýrri mynd hafa birst frá honum á samfélagsmiðlun en í gær birti hann mynd á Instagram-síðunni sinni af geimveru og skrifaði: ,,Um… Ég held að þetta sé opinberlega mín næsta mynd. #alien“.

Um… So I think it’s officially my next film. #alien

A photo posted by Brownsnout (@neillblomkamp) on