Jay Leno hættir 6. febrúar

jay lenoSamkvæmt frétt Deadline vefjarins þá mun spjallþáttastjórinn vinsæli Jay Leno hætta sem stjórnandi þáttarins The Tonight Show þann 6. febrúar nk. Samstarfsfólk hans í þættinum mun fá greidd laun til septemberloka á næsta ári.

Þessi tímasetning kemur ekki alfarið á óvart, en búist var við að Leno myndi hætta einhverntímann áður en sýningar frá Vetrarólympíuleikunum hefjast á NBC sjónvarpsstöðinni, en þær hefjast 7. febrúar.

Jimmy Fallon mun taka við keflinu af Leno, en fyrsti Tonight Show þáttur hans mun fara í loftið 24. febrúar. Á eftir honum fylgir svo annar nýr þáttastjórnandi, Seth Myers úr Saturday Night Live gamanþáttunum, í þættinum Late Night with Seth Myers, en sá þáttur er sendur út kl. hálf eitt eftir miðnætti frá Los Angeles.

Leno hverfur líklega ekki alfarið af skjánum því Bob Greenblatt yfirmaður afþreyingardeildar NBC segir að sjónvarpsstöðin sé að skoða hugmyndir að ýmsum nýjum verkefnum með Leno, en hann verður búinn að stjórna The Tonight Show í 22 ár þegar hann hættir.

 

Stikk: