Star Wars með nýtt myndband á Comic Con

star warsFólkið á bakvið nýju Star Wars myndina, Star Wars: The Force Awakens var í gær mætt á Comic Con ráðstefnuna í San Diego í Bandaríkjunum með ýmislegt hnýsilegt í pokahorninu, þó engin ný stikla úr myndinni hafi verið með í för, enda bjuggust fáir við því. Í staðinn var sýnt bak-við-tjöldin myndband og á eftir sýningu þess sátu leikarar, leikstjóri og helstu aðstandendur fyrir svörum, en þar á meðal voru aðalleikarar fyrstu þriggja myndanna þau Harrison Ford ( Han Solo ), Mark Hamill ( Luke Skywalker ) og Carrie Fisher ( Leia Prinsessa ), en þau mæta öll til leiks í nýju myndinni.

Nýir leikarar voru einnig á staðnum, þau Gwendonline Christie ( leikur fyrsta kvenkyns Storm Trooper hermanninn ), Adam Driver ( sem leikur aðal þorparann), Brendan Gleeson (General Hux) auk John Boyega, Daisy Ridley og Oscar Isaac.

Hér fyrir neðan er myndbandið:

Meðal þess helsta sem kom fram í máli Star Wars hópsins eftir sýningu myndbandsins var að:

Harrison Ford er ánægður með handritið

The Force Awakens er svo að segja tilbúin – leikstjórinn JJ Abrams er með gróft klipp af myndinni klárt til að sýna tónskáldinu John Williams sem mun semja tónlistina.

simon pegg

Simon Pegg leikur í myndinni.

Carrie Fisher er ekki með Leiu snúðinn í hárinu, enda leikur hún Leiu eldri en í fyrstu myndunum.

Hér má lesa meira.

Star Wars Episode 7: The Force Awakens kemur í bíó 18. desember nk.