Íslensk áhugamál á YouTube

Heimildamyndin Áhugamál Íslendinga er nú aðgengileg öllum Íslendingum á myndbandavefnum YouTube, en myndin er gerð af fjórum ungum konum, þeim Birgittu Sigursteinsdóttur, Erlu Filipíu Haraldsdóttur, Guðrúnu Johnson og Þórgunni Önnu Ingimundardóttur, en saman kalla þær sig Fjórfilma.

sund

Myndin hefur verið í vinnslu í rúmlega eitt og hálft ár og er unnin í samstarfi við Evrópu unga fólksins. Í myndinni er fylgst með ungum Íslendingum stunda áhugamálin sín sem eru hestamennska, siglingar, sjósund, björgunarsveitarstörf og skíðamennska. Myndin er 64 mínútur, samansett úr 5 pörtum þar sem hvert áhugamál er tekið fyrir sérstaklega.

Þess má geta að hægt er að horfa á myndina með enskum texta með því að smella á cc neðst í hægra horninu.

Kíktu á myndina í heild sinni hér fyrir neðan: