STEVE JOBS – Fyrsta sýnishorn!

Universal kvikmyndafyrirtækið frumsýndi í dag fyrstu kitluna úr myndinni STEVE JOBS, með Michael Fassbender í titilhlutverkinu, hlutverki Steve Jobs eins af stofnendum Apple tölvurisans.

jobs-banner-5-18

Leikstjóri er Danny Boyle og handrit skrifaði Aaron Sorkin. Myndin er byggð á ævisögu Jobs eftir Walter Isaacson.

Auk Fassbender leika í myndinni þau Seth Rogen, Kate Winslet og Jeff Daniels.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan og heyrðu Jobs segja: „Tónlistarmennirnir leika á hljóðfærin; ég leik á hljómsveitina.“ ( „The musicians play the instruments; I play the orchestra.“)

Í myndinni er einkum fylgst með kynningu á þremur lykilvörum Apple, og endar á kynningunni á iMac tölvunni árið 1998. Myndin fjallar um það sem gerðist á bakvið tjöldin og teiknar upp mynd af snillingnum Steve Jobs.

STEVE JOBS kemur í bíó 9. október nk.