Engin Fox í Transformers 4

Þó að stórmyndaleikstjórinn Michael Bay og leikkonan Megan Fox hafi grafið stríðsöxina ( hún líkti honum við Hitler, og hann rak hana í kjölfarið ), þýðir það ekki, samkvæmt nýjustu fréttum, að Fox komist í tæri við geimvélmennin í Transformers á nýjan leik, en eins og flestir ættu að muna eftir þá lék Fox í Transformers 1 og 2. 

Margir kættust þegar Bay tilkynnti á blogg síðu sinni fyrr í vetur að hann hefði boðið Megan „aftur í fjölskylduna“ og lét hana fá hlutverk April O’Neil í endurræsingu á  Teenage Mutant Ninja Turtles, sem Bay framleiðir.

En lengra nær samstarfið ekki, því Bay mun ekki ætla að fá hana í Transformers 4.

Á frumsýningu á nýjustu mynd leikstjórans, Pain & Gain, var leikstjórinn spurður að þessu sérstaklega og svarið var afdráttarlaust: „Nei.

„Af því að þetta er allt önnur saga,“ útskýrði Bay. „Myndin er með Mark Wahlberg og dóttur hans.“