Flæðandi testósterón – nýtt plakat

Leikstjórinn Michael Bay, sem hin síðustu ár hefur einkum getið sér gott orð fyrir tilkomumiklar stórmyndir þar sem við sögu koma geimverur, vélmenni og loftsteinar, svo eitthvað sé nefnt, vinnur nú að mynd í nokkuð öðrum stíl.

Myndin heitir Pain & Gain og er sannsöguleg mynd um vaxtarræktarmenn sem ákveða að ræna manneskju og krefjast svo lausnargjalds, en áætlun þeirra fer illilega úr böndunum.

Hér fyrir neðan er fyrsta plakatið, stútfullt af testesteróni:

Aðalleikarar eru Dwayne Johnson og Mark Wahlberg sem leika tvo af þremur vaxtarræktarmönnunum, en Anthony Mackie leikur þann þriðja.

Myndin er spennugamanmynd og fjallar um ótrúlega sögu sem gerðist árið 1999 í Miami í Bandaríkjunum þegar þrír einkaþjálfarar sem eru að reyna að upplifa ameríska drauminn, taka þátt í glæpsamlegu athæfi sem fer illilega úrskeiðis.

Ed Harris, Tony Shalhoub, Rob Corddry, Rebel Wilson og Bar Paly leika einnig í myndinni.

Myndin er byggð á tímaritsgrein eftir Pete Collins, og handrit skrifa Christopher Markus og Stephen McFeely. 

Myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkunum 26. apríl á næsta ári, 2013.