Teenage Mutant Ninja Turtles verður frábær

Kevin Eastman, annar af höfundum Teenage Mutant Ninja Turtles, hefur líkt væntanlegri mynd um  skjaldbökurnar við The Avengers, The Raid og The Rise of the Planet of the Apes.

Framleiðandinn Michael Bay seinkaði nýverið frumsýningu nýrrar útgáfu af  Teenage Mutant Ninja Turtles til ársins 2014 því enn er verið að vinna í handritinu.

Eastman bindur miklar vonir við nýju myndina. „Þetta lítur mjög vel út og ég gæti ekki verið ánægðari með að taka þátt í þessu. Ég held að þetta verði frábær mynd,“ sagði hann við NBC Chicago.

Þrjár Teenage Mutant Ninja Turtles-myndir voru gerðar á tíunda áratugnum við misjöfn viðbrögð gagnrýnenda.

Tölvuteiknuð skjaldbökumynd, TMNT, kom út árið 2007 og námu miðasölutekjur hennar hátt í  13 milljörðum króna vestanhafs.

 

Stikk: