Men in Black: International stiklan komin út

Ný ógn vofir yfir Jörðinni, og þau einu sem geta bjargað okkur frá bráðri tortímingu, er svartklædda sveitin í Men in Black stofnuninni. Eins og leikkonan Emma Thompson bendir réttilega á, þá er stofnunin einungis til í endurupplifunum ( Deja Vu) fólks, þar sem fulltrúarnir nota sérstakan búnað til að þurrka út minningar manna um geimverur og annað sem þeir verða vitni að.

Fyrsta stiklan fyrir nýju Men in Black myndina, Men in Black: International, kom sem sagt út í dag, og virðist ætla að verða fínasta skemmtun, þó að í sjálfu sér sé flest sem þarna er að sjá frekar kunnuglegt.

Hinir svartklæddu leynifulltrúar í Men in Black hafa það verkefni að vernda Jörðina fyrir hvers konar úrþvætti utan úr geimnum, og nú er komið að versta kvikindinu í öllum alheiminum, fyrirbæri sem hefur smyglað sér inn í raðir MIB.

Helstu leikarar í myndinni eru Rebecca Ferguson, Kumail Nanjiani, Rafe Spall, Laurent Bourgeois, Larry Bourgeois ásamt  Emma Thompson og Liam Neeson. F. Gary Gray leikstýrir þessari hliðarmynd í seríunni, sem tengist áfram Men in Black heiminum, sem þeir Tommy Lee Jones og Will Smith hafa hingað til stjórnað, eða þeir Agent J og Agent K. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir í stiklunni núna, en auðvitað er ekki útilokað að þeir sjáist í einhverskonar gestahlutverkum.

Handrit myndarinnar skrifa þeir Iron Man höfundar, þeir Art Marcum og Matt Holloway.

Fyrsta MIB kvikmyndin kom í bíó árið 1997, eða fyrir meira en 20 árum síðan. Kvikmyndirnar eru byggðar á samnefndum Aircel teiknimyndasögum, og er ein farsælasta kvikmyndasería sem gerð hefur verið eftir teiknimyndabókum þar sem ekki eru ofurhetjur á ferð, sem sögur fara af.

Sjáðu sjóðheita stikluna hér fyrir neðan og nýtt plakat þar fyrir neðan: