Melancholia hlýtur stór verðlaun

Verðlaunahátíðirnar vestanhafs eru nú komnar á fullt en í gær fór fram árleg verðlaunaafhending á vegum Gagnrýnendasamtaka Bandaríkjanna, en samtökin bera nafnið the National Society of Film Critics. Þetta er í 46.sinn sem verðlaunaafhendingin á sér stað.

Samtökin eru mjög virt vestanhafs, en litið er á verðlaunin sem leið gagnrýnenda til að velja þá sem þóttu standa sig framúrskarandi á árinu án þess að áhrif sé haft á kjörið frá hagsmunaaðilum. Það sem er sérstakt við verðlaunaafhendinguna er að myndir eru kosnar og engin dómnefnd ræður úrslitunum.

Melancholia hlaut verðlaun sem besta mynd ársins á meðan að The Tree of Life og A Seperation lentu í öðru og þriðja sæti. Brad Pitt var valinn besti leikari fyrir frammistöðu sína í Moneyball á meðan að Kirsten Dunst var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Melancholia.

Heildarlisti vinningshafanna er eftirfarandi. Athugið að tölurnar tákna fjölda atkvæða fyrir hverja mynd.

BESTA KVIKMYND
1. Melancholia – 29 (Lars von Trier) – SIGURVEGARI
2. The Tree of Life – 28 (Terrence Malick)
3. A Separation – 20 (Asghar Farhadi)

BESTI LEIKSTJÓRI
1. Terrence Malick – 31 (The Tree of Life) – SIGURVEGARI
2. Martin Scorsese – 29 (Hugo)
3. Lars von Trier – 23 (Melancholia)

BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI
1. Brad Pitt – 35 (Moneyball, The Tree of Life) – SIGURVEGARI
2. Gary Oldman – 22 (Tinker Tailor Soldier Spy)
3. Jean Dujardin – 19 (The Artist)

BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
1. Kirsten Dunst – 39 (Melancholia) – SIGURVEGARI
2. Yun Jung-hee – 25 (Poetry)
3. Meryl Streep – 20 (The Iron Lady)

BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI
1. Albert Brooks – 38 (Drive) – SIGURVEGARI
2. Christopher Plummer – 24 (Beginners)
3. Patton Oswalt – 19 (Young Adult)

BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI1. Jessica Chastain – 30 (The Tree of Life, Take Shelter, The Help) – SIGURVEGARI
2. Jeannie Berlin – 19 (Margaret)
3. Shailene Woodley – 17 (The Descendants)

BESTA KVIKMYND BYGGÐ Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM
1. Cave of Forgotten Dreams – 35 (Werner Herzog) – SIGURVEGARI
2. The Interrupters – 26 (Steve James)
3. Into the Abyss – 18 (Werner Herzog)

BESTA HANDRIT
1. A Separation – 39 (Asghar Farhadi) – SIGURVEGARI
2. Moneyball – 22 (Steven Zaillian, Aaron Sorkin)
3. Midnight in Paris – 16 (Woody Allen)

BESTA ERLENDA MYND
1. A Separation – 67 (Asghar Farhadi) – SIGURVEGARI
2. Mysteries of Lisbon – 28 (Raoul Ruiz)
3. Le Havre – 22 (Aki Kaurismäki)

BESTA MYNDATAKA
1. The Tree of Life – 76 (Emanuel Lubezki) – SIGURVEGARI
2. Melancholia – 41 (Manuel Alberto Claro)
3. Hugo – 33 (Robert Richardson)

BESTA TILRAUNAMYNDIN
Ken Jacobs, for „Seeking the Monkey King“ – SIGURVEGARI