Gibson leikstýrði syni sínum í Hacksaw Ridge

Sonur Mel Gibson, Milo Gibson, 26 ára, leikur undir stjórn föður síns í seinni heimsstyrjaldar-myndinni Hacksaw Ridge sem kemur í bíó á föstudaginn, 4. nóvember.

Gibson segir í gríni í samtali við ABC sjónvarpsstöðina, að sonurinn hlusti ekkert á sig, og hafi aldrei gert. „Afhverju ætti hann að fara að byrja að hlusta á mig núna? Ég læt hann hafa vísbendinar. Mér finnst með krakka, sérstaklega þegar þeir eru unglingar, að ef maður heldur áfram að tala við þá, þá kemstu að því síðar að þau heyrðu allt sem þú sagðir. Þau gera þig dauðskelkaðan og svo kemst að þessu, að þetta kemur allt heim og saman á endanum.“

gibson

Hacksaw Ridge fjallar um hermann sem var vopnlaus í fremstu víglínu í Seinni heimsstyrjöldinni.

„Þetta er svo hvetjandi,“ sagði Gibson. „Þetta er birtingarmynd hetjudáðar, maður sem neitar samvisku sinnar vegna að drepa fólk, hvað sem á dynur … hann stendur við sannfæringu sína. Hann er ofsóttur af hernum. Hann lætur það yfir sig ganga. Hann fer til helvítis á Jörðu og bjargar mannslífum án þess að skjóta úr byssu. Hann er ótrúlegur, en þó er þetta sönn saga.“