Leonardo DiCaprio sem Haraldur harðráði?

Leonardo-DicaprioFramleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur keypt réttinn að handriti Mark L. Smith um Harald harðráða, sem var konungur Noregs snemma á 11 öld. Það sem vekur athygli er að hlutverkið er skrifað fyrir stórstjörnuna Leonardo DiCaprio. Hvort hann taki við hlutverkinu eða ekki, þá er hann nú þegar með puttanna í framleiðslu á kvikmyndinni í gegnum meðframleiðslufyrirtæki.

Einu útskýringarnar sem Warner Bros hefur gefið frá sér er að kvikmyndin heitir King Harald og verði í sama stíl og kvikmynd Mel Gibson, Braveheart. Þessar útskýringar ættu að gefa einhverjar vísbendingar um hvort Gibson leikstýri myndinni. Gibson hefur lengi langað að gera víkingamynd og hafði hugsað sér DiCaprio í aðalhlutverkið.

Menning og saga Norðurlandanna virðist heilla kvikmyndaiðnaðinn í Bandaríkjunum um þessar mundir. Má þar nefna stórmyndina Thor sem kom út árið 2011 og fjallaði um Valhöll og þrumuguðinn Þór, með Chris Hemsworth og Natalie Portman í aðalhlutverkum.

Haraldur harðráði var konungur Noregs frá 1046 og hélt krúnunni í tuttugu ár, eða þar til hann féll í orrustunni við Stafnfurðubryggju (Stamford Bridge) á Englandi. Fyrsta árið ríkti Magnús góði bróðursonur hans með honum. Haraldur var hálfbróðir Ólafs helga og var móðir beggja Ásta Guðbrandsdóttir. Haraldur var maður ríkur og stjórnsamur innanlands, spekingur mikill að viti svo að það er alþýðu mál að engi höfðingi hafi sá verið á Norðurlöndum er jafndjúpvitur hafi verið sem Haraldur eða ráðsnjallur. Hann var orustumaður mikill og hinn vopndjarfasti. Hann var sterkur og vopnfær betur en hver maður annarra svo sem fyrr er ritað.

BBC gerði ágætis heimildarþátt um Harald harðráða sem má sjá hér að neðan.