Lethal Weapon verður endurgerð

Miklar breytingar standa nú yfir hjá Warner Bros. og streymir nú nýtt fólk þar inn. Þetta nýja fólk er að skoða mörg þeirra verkefna sem voru í bígerð fyrir nokkru og virðist eitt þeirra vera endurgerð á Lethal Weapon seríunni víðfrægu. Það er nokkuð síðan að Shane Black, höfundur seríunnar, sagðist hafa lokið við handritið að fimmtu myndinni, en svo virðist sem Warner Bros. vilji frekar byrja upp á nýtt.

Ekki er annað vitað en um væri að ræða löggumynd af gamla skólanum sem myndi heiðra eldri myndirnar, en talið er víst að ein helsta ástæðan fyrir því að Lethal Weapon 5 var ekki gerð sé skandallinn í kringum leikarann Mel Gibson. Samkvæmt Black átti fimmta myndin að fjalla um Riggs (Gibson), Murtaugh (Danny Glover) og son Murtaughs, Nick, er þeir félagar hafa hendur í hári stórhættulegs glæpamanns. En því miður fá aðdáendur Lethal Weapon ekki að sjá gömlu kempurnar nema í þessari væntanlegu endurgerð.

– Bjarki Dagur