Konungurinn ríkir enn

Konungur sjávar og sveita, Aquaman, ríkir enn á íslenska bíóaðsóknarlistanum, þriðju vikuna í röð. Ætti það ekki að koma neinum á óvart enda myndheimurinn einstaklega glæsilegur. Annars eru kvikmyndirnar í öðru og þriðja sæti ekki langt á eftir toppsætinu þegar kemur að tekjum af aðsókn, en teiknimyndin Spider-Man: Into the Spider-verse, sem hefur verið að fá góðar viðtökur, og fékk í gær Golden Globe verðlaunin sem besta teiknimynd, er í öðru sætinu, um 700 þúsund krónum á eftir Aquaman. Þriðja sætið fellur svo Disney kvikmyndinni Mary Poppins Returns í skaut, en Mary Poppins og Spider-Man hafa sætaskipti þessa vikuna.

Fimm nýjar myndir eru á aðsóknarlistanum að þessu sinni. Í fjórða sætinu er grínmyndin Homes and Watson, í því fimmta enginn annar er Hrói höttur, í túlkun Taron Egerton, í 12. sætinu situr ný teiknimynd, Nonni Norðursins 2, og í 14. sætinu er önnur teiknimynd, Halaprúðar hetjur. Þá er japanskur grínhrollur búinn að hreiðra um sig í 21. sætinu, myndin One Cut of the Dead. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá hann stærri: