Avengers: Endgame tekjuhærri en Titanic

Aðra vikuna í röð er engin samkeppni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Nær allir bíógestir völdu að sjá Avengers: Endgame, en myndin er að slá í gegn um allan heim. Tekjur myndarinnar á alþjóðavísu eru nú orðnar meiri en sjálf Titanic eftir James Cameron fékk á sínum tíma, eða 2,188 milljarðar bandaríkjadala. Avengers: Endgame er þar með orðin önnur tekjuhæsta mynd sögunnar, en tekjur Titanic námu 2,187 milljörðum dala.

Önnur vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um síðustu helgi var teiknimyndin Wonder Park, aðra vikuna í röð, og í þriðja sæti, upp um eitt sæti, er ofurhetjumyndin Shazam!.

Þrjár nýjar kvikmyndir eru á listanum. Hrollvekjan Poloroid fer beint í níunda sæti aðsóknarlistans, Lars Von Trier myndin The House that Jack Built fer beint í 16. sætið og beint í 17. sætið fer pólska kvikmyndin Their Lucky Stars.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: