Tom Hardy: Heppinn að fá ekki AIDS

Tom Hardy segist hafa verið stjórnlaus vegna drykkju og eiturlyfjanotkunar á sínum yngri árum áður en hann sneri blaðinu við. Hann segist vera heppinn að hafa ekki smitast af AIDS þegar hann hafði náð botninum.

tom hardy

Þetta kemur fram í viðtali sem góðgerðarsamtökin Prince´s Trust og blaðið Daily Mirror tóku við hann.

Hardy var háður áfengi og krakk-kókaíni þangað til hann var hálfþrítugur. Þá skráði hann sig í meðferð og hefur verið á beinu brautinni síðan.

„Ég vildi ekki að nokkur maður vissi að ég var stjórnlaus en ég gat ekki falið það,“ sagði hann. „Á endanum gefst líkaminn upp. Ég var handónýtur. Ég var heppinn að fá ekki lifrarbólgu eða AIDS.“

Hardy, sem er 36 ára, er núna einn af eftirsóttustu leikurum heims. Meðal næstu mynda hans eru Animal Rescue, Mad Max: Fury Road og Rocketman.