Seyfried gerist klámstjarna á plakati

Kvikmyndin Lovelace lauk tökum fyrir stuttu síðan og plakat hefur strax verið gefið út þó það sýni ekki beinlínis mikið. Myndin segir frá klámdívunni Lindu Lovelace (sem upphaflega átti að vera leikin af Lindsay Lohan, en ekki Amöndu Seyfried), sem – fyrir þau unglömb sem ekki vita – gerðist heimfræg fyrir að máta alls kyns hólka í kjaftinum á sér í hinni klassísku Deep Throat. Sagan hennar Lovelace er þó talsvert merkilegri en maður heldur, og verður eflaust talsverður fókus á eiginmann hennar í myndinni þar sem hann átti víst að hafa neytt hana í bransann.

Hér sjáið þið plakatið, þar sem Seyfried setur upp sinn besta klámstjörnusvip. Í myndinni er annars nóg af frægum nöfnum (takið samt eftir hversu mörg þeirra eru útbrunnin). Þið sjáið þau öll á plakatinu, um leið og þið takið augun af aðalleikkonunni.
Ég veit, það er mjög erfitt.

Og hér er mynd af hinni réttu Lindu Lovelace: