King Arthur: Nýtt heiti og nýjar myndir!

Vinna við myndina um Arthúr konung eftir breska leikstjórann Guy Ritchie, stendur enn yfir, en frumsýningu myndarinnar hefur verið ítrekað seinkað. Samkvæmt nýjustu upplýsingum verður myndin frumsýnd hér á Íslandi, og erlendis, 24. mars á næsta ári.

Sagt er að bæði Warner Bros og Ritchie vonist til að myndin verði sú fyrsta í röð mynda, og því er ekki skrýtið að menn vilji vanda sig og taka sér góðan tíma í að klára.

king arthur hunnam charlie

Auk þess sem frumsýningardagar hafa verið að breytast, þá er er komið nýtt heiti á myndina. Myndin hét áður Knights of the Roundtable: King Arthur, en heitir nú: King Arthur: Legend of the Sword.

Auk þessa nýja nafns þá hefur Entertainment Weekly nú birt nýjar ljósmyndir úr myndinni, sem sjá má hér fyrir neðan:

king-arthur-charlie-hunnam-ew king-arthur-jude-law-ew

Á efri myndinni sjá um við Charlie Hunnam sem Arthúr konung, en á neðri myndinni sjáum við frænda Arthúrs ,Vortigern, leikinn af Jude Law, en miðað við drungalegt útlit hans þá er hann líklega ekki einn af góðu gæjunum í myndinni, enda myrðir hann bróður sinn og föður Arthúrs, Uther Pendragon, sem Eric Bana leikur, og leggur undir sig konungsríkið, með hjálp galdra.