16 nýjar frá Sony – Bad Boys 3 og 4

Sony Pictures hefur birt útgáfuáætlun sína til ársins 2017, en eins og listinn ber með sér er margt hnýsilegt á leiðinni frá kvikmyndafyrirtækinu. Meðal þess helsta eru tvær nýjar Bad Boys myndir, endurgerð á Robin Williams ævintýramyndinni Jumanji, fyrsta myndin í The Dark Tower seríunni, og vísindarómansinn Passengers með þeim Jennifer Lawrence og Chris Pratt í aðalhlutverkum.

badboys3

 

Bad Boys 3 verður samkvæmt áætluninni frumsýnd 17. febrúar 2017 og Bad Boys 4 þann 3. júlí 2019. Aðalhlutverkin í fyrstu tveimur myndunum léku þeir Will Smith og Martin Lawrence, en óvíst er enn sem komið er hvort þeir muni mæta til leiks á ný í myndum 3 og 4.

Fyrsta myndin í Stephen King seríunni The Dark Tower mun koma í bíó 13. janúar 2017, en leikstjóri er Nikolaj Arcel. 

Passengers kemur síðan 21. desember 2016, en Sony gerir sér vonir um að sú mynd geti orðið verðlaunamynd. Imitation Game leikstjórinn Morten Tyldum leikstýrir.

Hér fyrir neðan er listinn í heild sinni: 

Money Monster – 8. apríl 2016

The Shallows – 24. júní 2016

Ghostbusters – 15. júlí 2016

Patient Zero – 2. september 2016

The Magnificent Seven – 23. september 2016

Underworld 5 – 21. október 2016

Passengers – 21. desember 2016

Jumanji – 25. desember 2016

The Dark Tower – 31. janúar 2017

Resident Evil 6 – 27. janúar 2017

Bad Boys 3 – 17. febrúar 2017

Baby Driver – 17. mars 2017

Barbie – 2. júní 2017

Uncharted – 30. júní 2017

The Lamb – 8. desember 2017

Bad Boys 4 – 3. júlí 2019