Ástin valin besta mynd 2012

Landssamtök kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum, eða The National Society of Film Critics, völdu nú um helgina myndina Amour sem bestu mynd síðasta árs, eða Ást eins og myndin heitir á íslensku.

Samtökin völdu aðalleikkonu Amour, Emmanuelle Riva sem bestu leikkonu og Daniel Day-Lewis sem besta leikara í myndinni Lincoln.

Í samtökunum eru 60 nafntogaðir gagnrýnendur víða að úr landinu.

Austurríski leikstjórinn Michael Haneke var valinn besti leikstjórinn fyrir Amour.

Amour er mynd á frönsku, og fjallar um hæga hrörnun eldri konu sem Riva leikur. Myndin hefur verið lofuð fyrir að gefa góða mynd af ellinni og endalokum lífsins.

Leikritaskáldið Tony Kushner fékk verðlaun samtakanna fyrir handrit sitt fyrir Lincoln, sem leikstýrt er af Steven Spielberg.

Amy Adams fékk verðlaun fyrir besta meðleik í The Master og Matthew McConaughey var valinn besti meðleikari fyrir myndirnar Magic Mike og Bernie. 

Besta sannsögulega myndin var valin The Gatekeepers eftir Dror Moreh, sem fjallar um leyniþjónustu Ísraels.

Mihai Malaimaire fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku í The Master.

Ást verður sýnd á franskri kvikmyndahátíð sem hefst þann 11. janúar nk. í Háskólabíói.