Non-Stop hjá Neeson – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýju Liam Neeson myndina, Non-Stop. Neeson hefur á síðustu árum sannað sig sem grjóthörð hasarmyndahetja í myndum eins og Taken, Taken 2 og Unknown, og þessi lítur ekki út fyrir að gefa þeim neitt eftir.

neeson

Myndin gerist í háloftunum um borð í þotu, en Neeson leikur fluglögreglu sem blandast óvart inn í illar fyrirætlanir hryðjuverkamanna sem ætla sér að drepa einn mann á 20 mínútna fresti ef ekki verður látið að kröfum þeirra.

Flugvélin er á leið frá New York til London þegar Bill Marks, sem Neeson leikur, fær dulkóðuð skilaboð um að ríkisstjórnin verði að millifæra 150 milljónir Bandaríkjadala inn á aflandseyjareikning, og einn farþegi verði drepinn á 20 mínútna fresti þar til millifærslunni er lokið.

Leikstjóri er Jaume Collet-Serra sem vann með Neeson einnig í Unknown.

Aðrir leikarar eru m.a. þau Julianne Moore, Anson Mount, Michellle Dockery og Corey Stoll.

Skoðaðu stikluna hér fyrir neðan:

julianne moore liam neeson neeson 2 non-stop_6-620x987

Myndin kemur í bíó 28. febrúar á næsta ári í Bandaríkjunum.