Hugh Jackman er köttaður Wolverine

20th Century Fox hafa birt fyrstu myndina af Hugh Jackman í hlutverki Wolverine úr X-Men myndasöguheiminum. Kvikmyndin ber nafnið The Wolverine og er framhald X-Men Origins: Wolverine sem kom út árið 2009. The Wolverine verður ein af sumarmyndum næsta árs.

Í myndinni ferðast Wolverine til Asíu til að þjálfa sig með samúræjum. James Mangold leikstýrir, en handritið er byggt á myndasöguseríunni Wolverine eftir meistara Frank Miller og Chris Claremont sem kom út árið 1982. Þetta er sjötta myndin í X-Men seríunni.

Hvernig líst ykkur á ? Jackman er búinn að kötta sig vel upp sem verður að teljast magnað því tökur á Wolverine voru á svipuðum tíma og hann lék hálfgerðan útigangsmann í Les Misérables. Annars verð ég bara að spyrja, er ekki komið gott af Wolverine ?