Baron Cohen í Grimsby með Leterrier

leterrierEftir velgengni töfra-spennumyndarinnar Now You See  Me, er leikstjórinn Louis Leterrier reiðubúinn að takast á við heim alþjóðlegra njósna í njósna-spennu-grínmyndinni Grimsby, með gamanleikaranum Sacha Baron Cohen í aðalhlutverkinu.

Myndin fjallar um breskan sérsveitarmann sem er neyddur til að leggja á flótta ásamt löngu týndum bróður sínum, sem er fótboltabulla frá norðurhluta Englands.

Eftir að hafa hætt við að leika söngvara Queen, Freddy Mercury, í mynd sem gera á eftir ævi hans, þá hefur Cohen verið að leita að góðri mynd til að leika í, en það var Baron Cohen sjálfur ásamt Phil Johnson sem seldi Paramount kvikmyndaverinu hugmyndina að Grimsby í ágúst sl.

Baron Cohen valdi Leterrier sem leikstjóra þar sem hann hafði reynslu af myndum sem voru í bland spenna og grín, samkvæmt Variety kvikmyndaritinu.