Leikjatal vaknar til lífsins

Kvikmyndir.is tekur stórt skref í dag með því að afhjúpa hið metnaðarfulla afkvæmi þeirra Hilmars Smára Finsen og Arnars Steins Pálssonar, sem heitir einfaldlega Leikjatal. Augljóslega sækir þetta svolítið í Bíótal-stílinn þar sem vídeógagnrýnin gengur út á nördalegt samtal á milli tveggja einstaklinga, en ef viðtökur eru hlýjar, þá verða báðir þættirnir gerðir að föstum liðum í framhaldinu.

Drengirnir vígðu þennan þátt með því að fjalla um hinn stöðugt umtalaða Skyrim úr Elder Scrolls-seríunni og áhorfendur eiga von á ýtarlegri krufningu á þeim leik á níu mínútum.

Smellið hér til að kíkja á fyrsta þáttinn og segið svo hreinskilninslega hvað ykkur finnst í komment svæðinu.

Hérna eru annars ljósmyndir af herramönnunum:

PS. Yodaremote sér um þema-lagið.