Charlie Hunnam hættur við Grey

hunnamÞað er skammt stórra högga á milli í Hollywood. Nú hefur aðalleikari erótísku myndarinnar 50 Shades of Grey sem gera á eftir samnefndri metsöluskáldsögu E.L. James, hætt við að leika í myndinni.

Í byrjun september var sagt frá því með pompi og prakt að breski leikarinn Charlie Hunnam hefði verið ráðinn til að leika aðlhlutverkið, viðskiptamógúlinn kynlífssjúka Charlie Grey, og sama dag var sagt frá því að Dakota Jonson myndin leika hina ungu ástkonu hans, Anastasia Steel. Nú er Hunnam horfinn á braut.

Samkvæmt framleiðslufyrirtækinu Universal er ástæðan sem Hunnam gaf, að tökur myndarinnar rákust á við upptökur sjónvarpsþáttanna Sons of Anarchy, þar sem hann leikur aðalhlutverk.

Þó að þetta sé ástæðan sem gefin er fyrir brotthvarfi leikarans, eru margir sem telja að óánægja sem margir aðdáenda bókanna viðruðu eftir ráðninguna hafi haft áhrif á að framleiðendur hafi ákveðið að skipta um aðalleikara.

„Framleiðendur Fifty Shades of Grey og Charlie Hunnam hafa ákveðið að finna annan aðalkarlleikara í hlutverkið sökum mikilla anna Hunnam sem gáfu honum ekki nægan tíma til undirbúnings undir hlutverk Christian Grey,“ sagði Universal í yfirlýsingu í gær.

Nú þurfa menn að vera fljótir að finna nýjan leikara í stað Hunnam svo tökum á myndinni seinki ekki úr hófi.

Fifty Shades of Grey verður frumsýnd í ágúst á næsta ári.