Stewart í hlutverki fangavarðar í Guantanamo

Leikkonan Kristen Stewart fer með hlutverk fangavarðar í nýrri kvikmynd sem fjallar um fangabúðirnar við Guantanamo-flóa. Í myndinni er fjallað um samband fangavarðarins og manns sem hefur verið fangi í búðunum í átta ár.

Myndin ber heitið Camp X-Ray, en nafnið gefur að kynna eitt svæði af þrem í búðunum. Þetta tiltekna svæði var síðar meir lokað. Eins og flestir vita þá er tilgangur búðanna að yfirheyra og einangra meinta hryðjuverkamenn.

140107-CampXRay_0

Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda. Myndinni er leikstýrt af Peter Tellers. Með önnur hlutverk fara m.a. Payman Maadi, Lane Garrison, J.J. Soria og John Carroll Lynch.

Ný stikla úr myndinni var sýnd í dag. Myndin mun fara í opinberar sýningar í október á þessu ári. Hér að neðan má sjá stikluna.