Deadpool 2 kitla – reynir að skipta um föt í símaklefa

Ryan Reynolds, sem lék titilhlutverkið í Marvel ofursmelli síðasta árs Deadpool, opinberaði um helgina nýja kitlu fyrir framhaldsmyndina, Deadpool 2.

Kitlan, sem er í raun stuttmynd, er sýnd á undan sýningum á X-Men /Wolverine ofurhetjumyndinni Logan.

Vinsældir Deadpool má rekja til góðra blöndu af kynlífi, sótsvörtu glensi og glannalegu og grófu orðbragði, auk þess sem bardagasenurnar voru flottar og söguþráðurinn sömuleiðis.

Í kitlunni sjáum við Deadpool í einskonar Superman-leik, í símaklefa, þar sem hann býr sig undir að bjarga manni í neyð, en endirinn kemur á óvart!

Deadpool 2 er væntanleg í bíó á næsta ári.

Sjáðu kitluna/ stuttmyndina hér fyrir neðan: