Cage er hvíta vofan í Kína

Nicolas Cage, öðru nafni Ghost Rider, og Hayden Christensen, öðru nafni Svarthöfði, leika aðalhlutverkin í austurlenska miðaldatryllinum Outkast, en fyrsta stiklan úr myndinni var að koma út rétt í þessu. Ef eitthvað er að marka stikluna er ekki margt nýtt á ferðinni, en aðdáendur Cage fá þó eitthvað fyrir sinn snúð að venju – leikarinn gefur fólki sýnishorn af sínum rómuðu klikkuðum svipbrigðum og nýjum hárgreiðslum.

cage

Cage leikur í myndinni persónu sem kallast White Ghost, eða Hvíta vofan, sem er fyrrum krossfari sem gerist útlagi í Kína á 12. öld. Hann þarf að koma úr sinni sjálfskipuðu útlegð og einangrun þegar hann neyðist til að vinna með einum af fyrrverandi hermönnum sínum til að skila erfingja krúnunnar á réttan stað við hirð keisarans, sem illur bróðir keisarans hefur hertekið.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Nick Powell í fullri lengd, en myndin er fjármögnuð að mestu leyti í Kína.

Myndin  kemur í bíó 27. febrúar nk.