Höfundur talar um Kick-Ass 2

Seinni hlutinn af þremur í Kick-Ass myndasögunni var nýlega gefinn út og náðu LA Times tali af einum af höfundum Kick-Ass, Mark Millar. Hann talaði m.a. um framhald myndarinnar (sem hefur í augnablikinu titilinn Kick-Ass 2: Balls to the Walls) en hingað til hefur möguleg tilvist þess verið ansi gruggug.

Rithöfundur fyrstu myndarinnar sagði t.d. að hún sæi ekki fram á að eitthvað yrði úr framhaldinu en Mark Millar hallaði líka í þá átt: „Málið með fyrstu myndina er að hún sprengdi nokkurn veginn ferlana okkar allra. Allt í einu voru allir sem tóku þátt ráðnir í milljón verkefni og að fá gengið aftur saman yrði ómögulegt. Ég ímynda mér ef að þetta gerist bráðlega að Matthew [Vaughn] skrifi bara og framleiði, eins og George Lucas gerði með Empire Strikes Back, og að nýr leikstjóri yrði ráðinn.“

Einnig talaði hann um að það væri ansi þröngur gluggi til að gera myndina; þar sem að allir aðalleikararnir ættu að leika krakka í framhaldsskóla væri aðeins möguleiki að gera hana til ársins 2013. Þar höfum við það, nú eru líkur á því að Kick-Ass 2 verði annaðhvort ekki að veruleika eða að nýjir leikarar verða fengnir í verkið.

Stikk: