Útvarpsmanni breytt í rostung

Leikstjórinn Kevin Smith fer sjaldan troðnar slóðir þegar það kemur að því að gera kvikmyndaverk og bíða aðdáendur hans í ofvæni eftir því hvað hann geri næst. Nýjasta kvikmynd hans, Tusk, verður frumsýnd þann 19. september næstkomandi en fyrsta stiklan var opinberuð í dag.

Screen Shot 2014-07-26 at 11.04.56 AM

Í myndinni leikur Justin Long útvarpsmann sem ferðast til Kanada til þess að taka viðtal við sæfara sem þykist hafa margar sögur að segja. Sæfarinn er sjúkur áhugamaður um rostunga og á því útvarpsmaðurinn ekki von á góðu þegar hann heimsækir hann. Áætlanir sæfarans reynast ekki vera réttar og langar honum að ljúka ævi sinni á því að breyta manni í rostung.

Smith segir að hugmyndin hafi komið í spjalli á útvarpsstöðinni sinni, SModcast, þar sem hann og félagi hans, Scott Mosier, lásu grein um mann sem þáði frítt húsnæði með þeim fyrirmælum að klæðast sem rostungur.

Með önnur hlutverk í myndinni fara m.a. Haley Joel Osment, Michael Parks, Johnny Depp og Genesis Rodriguez.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.