Ástrali vill búa til alvöru Júragarð!

Ástralski milljarðamæringurinn Clive Palmer er þekktur fyrir að vera ansi sérkennilegur karakter og það er óhætt að segja að nýjasta uppátækið hans hafi vakið mikla lukku meðal kvikmyndaáhugamanna. Hver hugsaði ekki hversu nett það væri að heimsækja alvöru Júragarð þegar Jurassic Park var sett í tækið í fyrsta skiptið ? Nú gæti sá draumur orðið að veruleika.

Palmer hefur hafið viðræður við vísindamenn um að nota DNA úr risaeðlum til að klóna verurnar, líkt og var gert með kindina Dolly árið 1996. Orðrómurinn er að markhópurinn fyrir garðinn verði vellauðugir olíufurstar frá Mið-Austurlöndunum og að starfsmenn garðsins muni fljúga daglega í garðinn með þyrlu. Palmer hyggst halda blaðamannafund á morgun og kynna hugmyndir sínar fyrir almúganum.

Hvort sem þetta verður að veruleika eða ekki má alltaf láta sig dreyma..

Stikk: