Illmennið afhjúpað í Kingsman: The Golden Circle

Illmenni myndarinnar Kingsman: The Golden Circle, framhaldi hinnar geysivinsælu Kingsman: The Secret Service, hefur verið afhjúpað, en það hin hræðilega Poppy, en undir vinalegu brosi, leynist harðsnúinn þorpari sem mun gera aðalpersónu myndarinnar, Eggsy, lífið leitt.

„Hún er svona dásemd og uppáhald allra, sem fór út af sporinu,“ segir leikstjórinn Matthew Vaughn um varkvendið, en hún er útsmoginn glæpahundur sem rekur umsvifamikinn glæpahring frá Poppyland; og einkum frá matsölustað sem hún rekur í anda sjötta áratugar síðustu aldar.

Óskarsverðlaunahafinn Julianne Moore fer með hlutverk Poppy.

„Mér fannst sniðugt að fá hana til að leika svona húsmóðurlega „Stepford eiginkonu“ óþokka,  sem , á sama tíma, er stórhættuleg, klikkuð en bráðgáfuð,“ segir Vaughn í samtali við Empire kvikmyndaritið. 

Julianne er frábær leikkona. Hún getur leikið svona heilsteyptar persónur, en einnig persónur sem eru geggjaðar og grjótharðar. Ég hafði hana í huga þegar ég var að skrifa handritið.“

Reyndar segir Vaughn að hann hafi ekki ákveðið að leikstýra myndinni fyrr en hugmyndinni um Poppy hafi lostið niður í huga hans. „Ég hafði áhyggjur af þorparanum. Njósnamyndir snúast allar um illmennið. Það sem ég elskaði við Valentine [ vonda kallinn í fyrstu myndinni sem Samuel L. Jackson lék ] var að sagan gekk upp. Nú er ég kominn með nýja sögu sem ég er viss um að fólk mun hrífast af.“

Aðrir helstu leikarar eru Colin Firth, Taron Egerton, Channing Tatum, Mark Strong, Halle Berry, Pedro Pascal og Jeff Bridges. Myndin kemur í bíó á Íslandi 22. september nk.

Sjáðu vinalega óþokkann hér fyrir neðan: