Bridges berst við myrkraöflin – myndir

Það eru fleiri ævintýramyndir á leiðinni en bara Hobbitinn, þó hún fái mikla athygli þessa dagana.

Bandaríska dagblaðið USA Today hefur birt nýjar myndir úr ævintýramyndinni Seventh Son, en hún er gerð eftir sögu Joseph Delany og hét upphaflega The Spook´s Apprentice, en hefur nú fengið nafnið Seventh Son, eins og áður sagði.

Í myndinni leika Jeff Bridges og Julianne Moore aðalhlutverk.

Sjáðu nýjar myndir hér að neðan sem USA Today birti: 

Jeff Bridges skartar tígullegum hökutoppi og yfirvararskeggi.

Julianne Moore í hlutverki sínu sem nornin Mother Malkin

 Seventh Son fjallar um hinn unga Tom, sem leikinn er af Ben Barnes, sem er lærisveinn The Spook, öðru nafni Meistara John Gregory, leikinn af Jeff Bridges. Hann hefur það verk með höndum að berjast gegn yfirnáttúrulegum öflum.

Í samtali við USA Today segir Bridges um þennan grófa stríðsmann: „Þetta er áhugaverður gaur. Allir kunna vel að meta baráttu hans gegn hinu illa, en bæjarbúum stendum á sama tíma  stuggur af honum. Þegar þú átt í viðskiptum við myrkraöflin, þá er ekki laust við að eitthvað af þeim smitist inn í þig líka.“

Mesta ógnin sem Gregory og Tom standa frammi fyrir er frá norninni Mother Malkin, sem leikin er af Julianne Moore. Hún er öflug galdranorn sem Gregory hafði fangelsað, en henni tekst að strjúka úr fangelsinu.  Á sama tíma og Malkin safnar saman fylgismönnum sínum, þá verður Gregory að undirbúa Tom og aðra sjálfboðaliða undir bardaga við hana.

Sergei Bodrov leikstýrir og Kit Harington, Alicia Vikander og Djimon Hounsou eru einnig á meðal leikenda.

Seventh Son kemur í bíó 18. október á næsta ári.