Ný stikla: Harold & Kumar Christmas

Síðast sáum við þá Harold og Kumar árið 2008 og nú hafa þeir snúið aftur í grófu jólamyndinni A Very Harold Kumar Christmas ásamt hjartaknúsaranum Neil Patrick Harris. Nýja stikla myndarinnar er ekki við hæfi fólks undir 16 ára aldri og er mikið um nekt, eiturlyfjanotkun, blóð, skaufa og Neal Patrick Harris.

Myndin er sú fyrsta í leisktjórn Todd Strauss-Schulson og handritshöfundar fyrstu tveggja myndanna um þá Harold og Kumar, Jon Hurwitz og Hayden Schlossberg, snúa aftur sem höfundar þriðju myndarinnar. Myndin er tekin upp í þrívídd og er stútfull af gestaleikurum, en þar má nefna snillinginn Patton Oswalt, Thomas Lennon og Danny Trejo ásamt fleirum. Er þetta jólamyndin sem mun slá aðrar út í sóðaskap og smekkleysi?

Ný stikla: Harold & Kumar Christmas

Síðast sáum við þá Harold og Kumar árið 2008 og nú hafa þeir snúið aftur í grófu jólamyndinni A Very Harold Kumar Christmas ásamt hjartaknúsaranum Neil Patrick Harris. Nýja stikla myndarinnar er ekki við hæfi fólks undir 16 ára aldri og er mikið um nekt, eiturlyfjanotkun, blóð, skaufa og Neal Patrick Harris.

Myndin er sú fyrsta í leisktjórn Todd Strauss-Schulson og handritshöfundar fyrstu tveggja myndanna um þá Harold og Kumar, Jon Hurwitz og Hayden Schlossberg, snúa aftur sem höfundar þriðju myndarinnar. Myndin er tekin upp í þrívídd og er stútfull af gestaleikurum, en þar má nefna snillinginn Patton Oswalt, Thomas Lennon og Danny Trejo ásamt fleirum. Er þetta jólamyndin sem mun slá aðrar út í sóðaskap og smekkleysi?