Depp verður Bulger í Black Mass

johnnydepp2Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur skrifað undir samning um að leika glæpakónginn og síðar flóttamanninn Whitey Bulger í myndinni Black Mass, en eins og frægt er orðið þá var það íslensk kona, sem gaf lögreglu upplýsingar sem leiddu til handtöku glæpamannsins árið 2011 í Kaliforníu, en hann fékk í kjölfarið lífstíðarfangelsisdóm.

Framleiðendur myndarinnar eiga nú í viðræðum við engan annan en Tom Hardy um að leika John Connolly, alríkislögreglumanninn og æskufélaga Bulger, sem situr nú í fangelsi fyrir að hafa látið Bulger vita að hann væri um það bil að verða ákærður. Ábendingin varð til þess að Bulger flýði réttvísina og tókst að vera í felum í 16 ár.

Tökur myndarinnar eiga að hefjast í maí.

bulgerer

Bulger, eða tilvísanir í hann og glæpi hans, hafa komið við sögu í bíómyndum eins og The Town og The Departed, en þetta verður fyrsta myndin þar sem hann verður aðalpersóna.

 

Stikk: