Nýtt í bíó: Holmes and Watson

Í dag frumsýnir Sena gamanmyndina Holmes and Watson í Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri og í Laugarásbíói.  Í myndinni snúa þeir aftur gríntvíeykið Will Ferrell og John C.Reilly, en þeir hafa áður leikið saman í myndunum Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, og Step Brothers.

Hér er sögð grínútgáfa af sögunum um einkaspæjarann Sherlock Holmes og aðstoðarmanninn Doctor Watson. Þessir sérfræðingar leysa (eða leysa ekki) glæpamál í London undir lok 19.aldar með allri nýjustu tækni og þekkingu þess tíma, eins og segir í tilkynningu frá Senu.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Holmes & Watson er önnur bíómyndin sem Etan Cohen leikstýrir en sú fyrri var Get Hard sem einnig var með Will Ferrell í öðru aðalhlutverkinu. Etan á einnig að baki nokkur handrit, t.d. handrit uppáhaldsmyndar margra, Tropic Thunder sem Ben Stiller leikstýrði 2008. Etan skrifar svo einnig handritið að Holmes & Watson.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: