Wreck-it-Ralph stikla brýtur sér leið inn á netið

Loksins er komin stikla fyrir nýjustu teiknimynd Disney sem heitir því sérkennilega nafni Wreck-It-Ralph (með bandstrikum og alles). Myndin fjallar um tölvuleikjapersónuna Ralph sem er ósáttur með hvernig honum er aldrei hrósað fyrir starf sitt sem illmenni leikjarins Fix it Felix, en nú heldur hann til framandi heima annarra leikja til að freista gæfunnar.

Þetta er fyrsta kvikmynd leikstjórans Rich Moore sem hefur séð um sígilda teiknimyndaþætti á ferli sínum á borð við Futurama, The Simpsons, Drawn Together, og The Critic. Einnig er þetta engin smá tölvuleikjamynd þar sem þekktar persónur spila hlutverk í myndinni á borð við Bowser, Pac-Man drauga, Dr. Robotnik, Q*bert og fleiri- aumingja lögfræðingarnir sem lentu í að redda réttindunum fyrir þessar persónur.

Ef uppvakningurinn fékk þig ekki til að skella upp úr, þá vantar í þig nokkra víra. Myndin virðist ná útliti hvers flokks vel og virkar mun fyndnari en ég hafði búist við. Með aðalhlutverk fara þau John C. Reilly, Jack McBrayer og valkyrjan Jane Lynch.

Hvernig finnst ykkur stiklan og hvaða væntingar hafa tölvuleikjaiðkenndur fyrir myndina?