Ný stikla úr 'Exodus: Gods and Kings'

exodus-poster01-smallNý stikla var opinberuð í dag úr nýjustu kvikmynd Ridley Scott, Exodus: Gods and Kings, sem segir frá þeim Móses og Ramses konungi Egypta, sem ólust upp saman eins og bræður. Móses leiddi síðan ísraelska þræla út úr Egyptalandi, eins og sagt er frá í Biblíunni.

Myndin segir Biblíusöguna af Móses, sem samkvæmt Exodus bók Biblíunnar, dó næstum sem hvítvoðungur, en var tekinn inn í konungsfjölskyldu Egyptalands. Þegar hann óx úr grasi stóð hann upp í hárinu á faraóinum, frelsaði Hebrea og bjó til göng í gegnum Rauðahafið og leiddi þjóð sína þar í gegn.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Christian Bale, Joel Edgerton, Sigourney Weaver og Aaron Paul.

Í stiklunni, sem má sjá hér að neðan, hvetur Móses fólk sitt til að berjast gegn Ramses og her hans. Í hvatningarræðunni segir hann að þau þurfi ekkert að óttast því Guð sé með þeim í liði.