Skiptast vinirnir Damon og Affleck á konum?

Þó að leikstjórinn og leikarinn Ben Affleck sé nú í miðjum klíðum að kynna nýjustu mynd sína The Town um heimsbyggðina alla, þá er hann þegar byrjaður að vinna að næstu mynd, sem heitir The Trade.

Um er að ræða áhugaverða sögu sem gerist árið 1973 um tvo hafnabolta kastara hjá Yankees, þá Fritz Peterson og Mike Kekrich, sem ollu miklum úlfaþyt þegar þeir tilkynnyu að þeir ætluðu að skiptast á konum.

Búist hefur verið við því að Ben Affleck myndi leikstýra, enda hlotið lof fyrir leikstjórn sinna mynda, og leika hlutverk annars kastarans, en vinur hans Matt Damon myndi leika hinn kastarann.

Collider vefsíðan segir frá því að Affleck sé að vinna að handritinu ásamt bróður sínum Casey Affleck, en hann hefur áður skrifað handrit að Gus Van Sant myndinni Gerri, og leikstýrt einni mynd, plat-heimildamyndinni I´m Still Here, um það þegar Joaquin Phoenix fór að haga sér furðulega og ætlaði að hasa sér völl sem rappari.

„Ég veit ekki hvernig þetta verkefni endar, þ.e. hver leikur hvað og hver leikstýrir, en Casey og ég erum búnir að ákveða að skrifa handritið saman. Þegar handritið er tilbúið, þá förum við að skoða framhaldið. Hver gerir hvað og hvenær. Ætti Matt að leikstýra, eða Casey kannski? Ég sé Matt fyrir mér sem leikstjóra til dæmis, hann hefur unnið með svo mörgum frábærum leikstjórum en hefur enn ekki leikstýrt sjálfur,“ sagði Ben Affleck í samtali við vefsíðuna.